Manchester City mistókst að vinna sinn leik í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið mætti Brighton.
Leikurinn var ansi fjörugur en honum lauk með 2-2 jafntefli þar sem sjálfsmark reyndist lokamarkið.
Abdukodir Khusanov skoraði sjálfsmark fyrir City á 48. mínútu sem reyndist nóg til að tryggja Brighton stig.
Wolves vann Southampton á sama tíma 1-2 þar sem Jorgen Strand Larsen skoraði bæði mörk gestaliðsins.
Everton og West Ham gerðu 1-1 jafntefli og þá vann Nottingham Forest lið Ipswich örugglega, 2-4.