Brasilíumenn þurfa að bíða lengur eftir því að sjá stórstjörnuna Neymar í treyju landsliðsins á nýjan leik.
Þetta var staðfest seint í gærkvöldi en Neymar var óvænt valinn í nýjasta landsliðshópinn fyrir undankeppni HM.
Þessi 33 ára gamli leikmaður spilar með Santos í heimalandinu í dag en Globo greinir nú frá því að hann sé búinn að draga sig úr hópnum.
Ástæðan eru smávægileg meiðsli í læri og er Neymar einfaldlega ekki í nógu góðu líkamlegu standi til að spila með landsliðinu.
Neymar er ekki eini maðurinn til að draga sig úr hópnum en þeir Danilo og Ederson eru einnig á heimleið.