Real Madrid vill festa kaup á Enzo Fernandez miðjumanni Chelsea í sumar. Um er að ræða 24 ára gamlan landsliðsmann Argentínu.
Enzo er að klára sitt annað heila tímabil með Chelsea og hefur verið góður í ár.
Chelsea er sagt tilbúið að skoða það að selja Enzo ef félagið getur fengið Aurelien Tchouameni frá Real Madrid.
Tchouameni getur einnig spilað sem miðvörður og vill Chelsea skoða það að fá hann.
Enzo var lykilmaður í liði Argentínu sem vann HM árið 2022.