Magnús Már Einarsson, þjálfari nýliða Aftureldingar í Bestu deild karla, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is.
Afturelding styrkti sig vel strax fyrir áramót þegar bræðurnir Axel Óskar og Jökull Andréssynir mættu, ásamt þeim Oliver Sigurjónssyni og Þórði Gunnari Hafþórssyni.
Magnús sagði í þættinum að hann útilokaði ekki frekari styrkingar fyrir mót, en Besta deildin hefst í byrjun næsta mánaðar.
„Það gæti komið einn fyrir mót. Við erum aðeins að skoða það en það er ekkert í hendi, ekkert sem gerist í dag eða á morgun. Það kemur í ljós.“
Umræðan í heild er í spilaranum.