Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United hefur greint frá því að hann hafi síðasta sumar verið nálægt því að fara frá félaginu.
Bruno skrifaði undir nýjan samning við United síðasta sumar en þá var hann með tilboð frá öðru félagi.
„Ég settist niður með félaginu, ég var með tilboð um að fara. Við ræddum þann möguleika,“ sagði Bruno.
„Félagið sagðist vilja halda mér áfram.“
Bruno hefur verið langbesti leikmaður United síðustu ár. „Ég vildi fá að vita hvort ég væri hluti af framtíðarplönum þeirra.“
„Ég heyrði það sem sagt var, ég held að við getum náð árangri innan tíðar.“
„Við byrjuðum tímabilið ekki vel, Erik missti starfið sitt og við berum allir ábyrgð á því.“