Það hefur heldur betur reynst vel fyrir Aston Villa að sækja þá Marco Asensio og Marcus Rashford í janúarglugganum.
Báðir komu þeir á láni, Asensio frá Paris Saint-Germain og Rashford frá Manchester United.
Asensio er kominn með sjö mörk í átta leikjum það sem af er fyrir Villa. Það sem vekur enn meiri athygli er að Rashford hefur lagt upp fjögur af þeim.
Enginn hefur lagt upp fleiri mörk á einn ákveðinn leikmann það sem af er ári, eins og tölfræðisíðan OptaJoe vekur athygli á.
Villa er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum frá fjórða sætinu. Þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
4 – No player from Europe's big five leagues has assisted a specific teammate more often in all competitions in 2025 than Marcus Rashford has for Marco Asensio (4). Signings. pic.twitter.com/Itt3TVIBsl
— OptaJoe (@OptaJoe) March 13, 2025