Manchester United er á meðal áhugasamra félaga um Victor Osimhen fyrir sumarið.
Nígerski framherjinn er sem stendur á láni hjá Galatasaray frá Napoli og virðist samband hans við ítalska félagið í molum.
Samkvæmt miðlum þar í landi er pottþétt að Napoli ætlar sér að selja Osimhen í sumar og eru nokkur félög áhugasöm.
United er sem fyrr segir þar á meðal en einnig Juventus, Paris Saint-Germian og félög í Sádi-Arabíu.
Osimhen er með klásúlu sem gerir honum kleift að fara utan Ítalíu á 75 milljónir evra.