Þrír stórir leikmenn eru nú orðaðir við Arsenal sem virðist ætla sér stóra hluti á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Félagið er í framherjaleit, en það hefur reynst liðinu dýrkeypt í baráttunni um Englandsmeistaratitil að vera ekki með alvöru níu.
Alexander Isak hjá Newcastle er áfram orðaður við Arsenal og segir David Ornstein, blaðamaður The Athletic, að hann sé efstur á óskalista félagsins yfir framherja.
Newcastle hefur þó engan áhuga á að selja Isak en muni félagið neyðast til þess myndi það kosta Arsenal um 150 milljónir punda.
Fleiri stórið hafa áhuga á Svíanum, sem er með 22 mörk á leiktíðinni í 32 leikjum.
Þá segir spænska blaðið AS að Andrea Berta, sem er að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, sé mikill aðdáandi annars leikmanns Newcastle, miðjumannsins Bruno Guimaraes. Yrði hann möguleika fyrsti leikmaðurinn sem Berta fær inn í sumar.
Loks er sagt að hjá Arsenal séu menn bjartsýnir á að landa miðjumanninum Martin Zubimendi frá Real Sociead á um 50 milljónir punda.