ÍR varð síðasta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslit Lengjubikars karla. Þetta varð ljóst í fyrrakvöld eftir jafntefli Þórs og FH, en Akureyringar gátu með sigri komist upp fyrir ÍR.
ÍR fylgir þar með Val, Fylki og KR í undanúrslit og mætir fyrstnefnda liðinu næstkomandi þriðjudagskvöld klukkan 19:15.
Fylkir og KR mætast þar með í hinum leiknum, en hann fer fram annað kvöld klukkan 19.
Undanúrslit Lengjubikarsins
Fylkir – KR (Wurth-völlurinn)
Valur – ÍR (N1-völlurinn)