Þó Raheem Sterling hafi látið lítið fyrir sér fara frá því hann gekk í raðir Arsenal frá Chelsea á láni síðasta sumar er hann í góðum hópi þegar kemur að tölfræði í Meistaradeildinni.
Sterling hefur átt farsælan feril með Liverpool, Manchester City og Chelsea, en í sumar gekk hann í raðir Arsenal og má segja að það sé farið að hægjast vel á kappanum.
Hann átti þó flottan leik í gær, lagði upp tvö mörk og var valinn maður leiksins í 2-2 jafntefli Arsenal gegn PSV. Um var að ræða seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en Skytturnar unnu fyrri leikinn 1-7 og fóru því þægilega áfram.
Nú hefur Sterling komið að 45 mörkum í Meistaradeildinni í gegnum tíðina, 27 mörk og 18 stoðsendingar. Athygli er nú vakin á því að David Beckham, komið að 52 mörkum, Harry Kane, 50 og Wayne Rooney, 47, eru þeir einu sem eru betri í þessum tölfræðiþætti er kemur að enskum leikmönnum í keppninni.