„Ég myndi bara halda í Kobbie Mainoo og Bruno Fernandes,“ segir Wayne Rooney fyrrum fyrirliði Manchester United um stöðuna hjá félaginu sína.
Segja má að allt sé í steik innan sem utan vallar á Old Trafford, fjárhagur félagsins er í molum og liðið getur lítið.
Rooney segir að breytinga sé þörf og það þurfi mikið að gerast svo félagið komist aftur í fremstu röð.
„Bruno er sá sem skilar alltaf sínu og býr eitthvað til, hann fer þó stundum í taugarnar á manni.“
„Það verða að vera rosalegar breytingar, þeir þurfa að losa sig við tíu til fimmtnán leikmenn.“
„Það er auðvitað mjög erfitt, en hugarfarið þarna er þannig að það axlar enginn ábyrgð á þessu.“