Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, vakti athygli á blaðamannafundi eftir tapið gegn Real Madrid í gær.
Simeone er skrautlegur karakter, en hans menn þurftu að þola sárt tap á dramatískan hátt í gær.
Conor Gallagher skoraði eina mark leiksins og jafnaði þar með einvígið fyrir Atletico en framlengingu og síðar vítaspyrnukeppni þurfti svo til að skera úr um sigurvegara. Þar hafði Real betur þar sem Atletico klikkaði á tveimur spyrnum sínum en Real einni.
Önnur spyrna Atletico sem um ræðir var þó ótrúleg óheppni. Julian Alvarez rann þá og var spyrnan dæmd ógild þar sem hann snerti boltann tvisvar áður en hann fór í markið. VAR komst að þessari niðurstöðu og hefur hún þótt umdeild á meðal einhverra.
Simeone var auðvitað spurður út í þetta á blaðamannafundi eftir leik. Í stað þess að svara var hann þó með spurningu til blaðamanna.
„Sá einhver hina snertinguna hjá Julian? Ekki vera hræddir við að svara. Réttið upp hönd,“ sagði hann og hélt mikla eldræðu, eins og sjá má hér að neðan.
Diego Simeone: "If anyone from here has seen Julian touch the ball twice, raise your hand. Come on… no? No one?"pic.twitter.com/CS41vfzCWs
— All About Argentina 🛎🇦🇷 (@AlbicelesteTalk) March 12, 2025