U17 ára landslið kvenna mætir Úkraínu á morgun í síðasta leik sínum í seinni umferð undankeppni EM 2025.
Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjunum sínum, 2-3 gegn Belgíu og 0-1 gegn Spáni. Úkraína tapaði 1-2 gegn Spáni og 0-2 gegn Belgíu. Það lið sem endar í neðsta sæti riðilsins fellur niður í B deild undankeppninnar fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2026.
Athygli er vakin á því að leikurinn á föstudag fer fram á La Manga og hefst hann kl. 14:00 að íslenskum tíma, en áður átti hann að fara fram á Stadium Enrique Roca í Murcia.
Bein útsending verður frá leiknum á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.