L’Equipe segir frá þessu, en Van Dijk verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og getur því farið frítt.
Sagt er að tilboð Al-Hilal sé um 17 milljóna punda virði og gæti miðvörðurinn því halað vel inn undir lok ferilsins.
Viðræðum milli Liverpool og hins 33 ára gamla Van Dijk miðar lítið áfram og virðist æ líklegra að hann sé á förum.
Van Dijk er þó sagður rólegur yfir tilboðinu frá Sádí sem stendur.
Fleiri lykilmenn, þeir Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold, eru einnig að verða samningslausir og orðaðir við brottför.