Meiðsli Trent Alexander-Arnold eru ekki eins slæm og óttast var samkvæmt enskum miðlum.
Trent fór meiddur af velli og átti erfitt með gang í kjölfarið í tapinu gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag.
Var óttast að bakvörðurinn yrði lengi frá og jafnvel út tímabilið en svo verður víst ekki.
Það þykir þó alveg ljóst að Trent muni missa af úrslitaleik enska deildabikarsins gegn Newcastle á sunnudag.
Framtíð Trent hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði. Samningur hans rennur út í sumar og er talið að hann fari þá frítt til Real Madrid.