Það vakti athygli áhorfenda bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS í gær að Jamie Carragher yfirgaf útsendingu áður en leikir Meistaradeildarinnar kláruðust.
CBS sér um Meistaradeildina og voru fjórir leikir á dagskrá í gær. Það er sent út frá London sérfræðingar ásamt Carragher eru Thierry Henry og Micah Richards.
Carragher yfirgaf settið hins vegar snemma í gær og gat ekki klárað útsendingu. Útskýrði þáttastjórnandi að það væri vegna veikinda hans.
Nú hefur Liverpool goðsögnin staðfest að ekkert alvarlegt ami að sér.
„Mér líður betur núna. Vildi bara athuga hvort liðið gæti án mín verið,“ grínast hann á Instagram.