Fyrirliði íslenska landsliðsins, Orri Steinn Óskarsson byrjaði á meðal varamanna þegar Real Sociedad féll úr leik í Evrópudeildinni gegn Manchester United í kvöld.
Fyrstu þrjú mörk leiksins, Sociedad komst yfir en það var Bruno Fernandes skoraði úr tveimur fyrir United. Fernandes tryggði svo United sigurinn með þriðja marki sínu. Sociedad hafði skömmu áður misst mann af velli með rautt spjald.
Diogo Dalot kláraði svo málið með fjórða marki United í uppbótartíma.
Orri fékk tæpar tuttugu mínútur á vellinum en kom sér ekki í færi í kvöld. Orri fékk góð færi í fyrri leiknum en brást bogalistin. United vann einvígið 5-2 samanlagt.
Tottenham komst einnig áfram Í Evrópudeildinni með sigri á AZ Alkmaar.
Í Sambandsdeildinni er Chelsea komið áfram eftir sigur á FCK í kvöld 1-0 en liðið hafði forystu eftir fyrri leikinn og gerði það sem þurfti.