FC Bayern og Real Madrid hafa bæði áhuga á því að kaupa Diogo Dalot bakvörð Manchester United í sumar.
Enskir miðlar segja frá þessu en Dalot er 25 ára gamall.
Dalot er landsliðsmaður Portúgals en hann hefur verið í stóru hlutverki hjá United síðustu ár.
Real Madrid er á eftir Trent Alexander-Arnold en ef það klikkar er Dalot sagður á blaði.
FC Bayern vill styrkja þessa stöðu hjá sér og er Dalot sagður efstur á blaði Vincent Kompany.