Tottenham er byrjað að ræða við Angel Gomes, enska landsliðsmanninn um að koma frítt til félagsins í sumar.
Gomes er 24 ára gamall en hann ákvað fyrir fimm árum að fara frítt frá Manchester United.
Hann hefur blómstrað hjá Lille í Frakklandi en samningur hans rennur út í sumar.
Tottenham hefur áhuga á að fá hann frítt og er Gomes sagður spenntur fyrir því að koma aftur til Englands.
Gomes er einnig orðaður við sitt gamla félag, Manchester United en engar viðræður eru farnar af stað þar.