fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 11:24

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi en pirraður stuðningsmaður Liverpool hafði þá verið með læti og höfðu nágrannar aðilans áhyggjur.

Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar en Liverpool féll úr leik gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í gær.

Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Liverpool tapaði.

„Reglulega berast lögreglu kvartanir vegna hávaða og gærkvöldið var engin undantekning í þeim efnum. Að þessu sinni var það vegna Liverpool-aðdáenda sem fóru á límingunum þegar liðið þeirra tapaði í vítaspyrnukeppni eftir framlengdan leik í Meistaradeildinni. Að tapa með þeim hætti er sárt og því fylgja stundum öskur og læti enda vonbrigðin gríðarleg hjá eldheitum stuðningsmönnum,“ segir í færslu lögreglu.

„Engum varð þó meint af í þeim tveimur málum, sem sinnt var vegna þessa í gærkvöld, en þá höfðu áhyggjufullir nágrannar hringt í lögregluna eftir að óhljóð höfðu borist á milli íbúða.“

Lögreglan tekur fram að stuðningsmenn Liverpool séu ekki þeir einu sem lenda í svona. „Til að gæta allrar sanngirni skal tekið fram að útköll sem þessi eru ekki einvörðungu bundin við stuðningsmenn Liverpool, nei síður en svo.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Blómlegur rekstur í Þorpinu á Akureyri – Tekjur jukust um 45 milljónir á milli ára

Blómlegur rekstur í Þorpinu á Akureyri – Tekjur jukust um 45 milljónir á milli ára
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Salah grét eftir vonbrigðin í kvöld – Myndir

Salah grét eftir vonbrigðin í kvöld – Myndir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Talið að hann gæti endað í Manchester í sumar

Talið að hann gæti endað í Manchester í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um framtíðina – „Þá munu stuðningsmenn gleyma þér“

Opnar sig um framtíðina – „Þá munu stuðningsmenn gleyma þér“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Martröðin hjá City tekur líklega enda í sumar

Martröðin hjá City tekur líklega enda í sumar