Arda Guler leikmaður Real Madrid hefur fengið nóg og er sagður vilja fara burt frá félaginu í sumar.
Sport á Spáni fjallar um og segir að Guler vilji fara og spila meira.
Guler hefur lítið fengið að spila á þessu tímabili sem er hans annað tímabil hjá Real Madrid.
Guler er lykilmaður í liði landsliðs Tyrklands en fær ekki mörg tækifæri hjá Carlo Ancelotti.
Hann vill því burt en þessi tvítugi leikmaður verður eftirsóttur í sumar.