Viktor Gyokeres framherji Sporting Lisbon er með þrjú félög sem hann myndi helst vilja fara til í sumar.
Gyokeres fer frá Sporting Lisbon í sumar en þessi sænski framherji vill fara til stærstu liða Evrópu.
A Bola í Portúgal segir að Liverpool, Manchester City og Arsenal séu félögin sem Gyokeres horfi til.
Gyokeres er 26 ára gamall en hann hefur verið frábær hjá Sporting en áður raðaði hann inn fyrir Coventry.
Arsenal hefur mest verið orðað við Gyokeres en ljóst er að hann fer í sumar.