Michael Keane, reynslumikill miðvörður Everton, er á óskalista félaga víða um heim samkvæmt Daily Mail.
Hinn 32 ára gamli Keane hefur verið hjá Everton í næstum því átta ár og lengi vel í stóru hlutverki. Það hefur hins vegar ekki verið staðan á þessari leiktíð og verður hann samningslaus í sumar.
Önnur félög get því fengið Keane frítt og er Wolves á meðal félaga sem hafa áhuga. Hann er þó einnig orðaður við aðrar og meira framandi deildir. Al Riyad í Sádi-Arabíu hefur til að mynda áhuga og sömu sögu er að segja um Dallas FC í Bandaríkjunum.