Virgil van Dijk fyrirliði Liverpool segist ekki hafa hugmynd um það hvort hann verði áfram hjá Liverpool eða ekki.
Van Dijk verður samningslaus í sumar og hefur ekki náð saman við félagið um framlengingu.
Svo gæti farið að Van Dijk, Mo Salah og Trent Alexander-Arnold fari allir frítt í sumar. Allir eru að verða samningslausir.
„Ég veit ekki hvað gerist á næstu leiktíð, ef einhver segist vita eitthvað þá er hann að ljúga að þér,“ sagði Van Dijk.
Liverpool féll úr leik í Meistaradeildinni í gær. „Eru viðræður í biðstöðu? Það er ekkert þannig, ég hef alltaf sagt það sama. Ef það eru fréttir þá segi ég ykkur frá þeim.“
„Ég sjálfur veit ekkert hvað mun gerast.“