fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Arnar ræðir samtal sem hann átti við Gylfa Þór fyrir nokkru – „Gylfi er bara þannig gerður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson valdi Gylfa Þór Sigurðsson ekki í fyrsta hóp sinn sem landsliðsþjálfari. Ástæðan er sú að hann spilar á Íslandi þar sem nú er undirbúningstímabil.

Gylfi Þór, sem af flestum er talinn besti landsliðsmaður sögunnar, gekk í raðir fyrrum liðs Arnars í Víkingi frá Val á dögunum.

„Á tímapunkti kom það til greina en svo ferðu að meta kosti og galla. Því miður er þetta blessaða undirbúningstímabil á Íslandi ekki kjörið til að spila svo landsleiki. Hann er örugglega ekki sammála mér í því en í þessu tilfelli taldi ég að það væri betra að gefa honum tækifæri til að koma sér í enn betra stand og vera svo klár ef kallið kemur í júní,“ sagði Arnar við 433.is í dag.

video
play-sharp-fill

Arnar segir að Gylfi sé án efa svekktur með að vera ekki í hópnum.

„Ég átti samtal við hann fyrir mánuði eða 6 vikum síðan. Hann gerði sér klárlega vonir um að vera í þessum hópi. Gylfi er bara þannig gerður að ef kallið kæmi frá Barcelona yrði hann tilbúinn. Hann er fullur sjálfstrausts og hefur það mikla trú á sínum hæfileikum og réttlætanlega svo. En það er alltaf þjálfarinn sem ræður og því miður er ekki pláss fyrir hann í þessum hóp.“

Ítarlegt viðtal við Arnar er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Orri Steinn nýr fyrirliði Íslands – Arnar tekur stóra ákvörðun og tekur bandið af eldri mönnum liðsins

Orri Steinn nýr fyrirliði Íslands – Arnar tekur stóra ákvörðun og tekur bandið af eldri mönnum liðsins
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er fyrsti landsliðshópur Arnars: Jóhann Berg ekki með – Aron Einar í hópnum en ekki Gylfi

Svona er fyrsti landsliðshópur Arnars: Jóhann Berg ekki með – Aron Einar í hópnum en ekki Gylfi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætlaði að birta myndir af börnunum sínum en birti óvart þessar myndir af sér naktri með

Ætlaði að birta myndir af börnunum sínum en birti óvart þessar myndir af sér naktri með
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea getur bakkað út úr kaupunum á Sancho með einföldum hætti

Chelsea getur bakkað út úr kaupunum á Sancho með einföldum hætti
433Sport
Í gær

Samúel Kári hlýtur væga refsingu fyrir hið grófa brot

Samúel Kári hlýtur væga refsingu fyrir hið grófa brot
433Sport
Í gær

Viðurkennir að ákvörðun Manchester United hafi verið röng

Viðurkennir að ákvörðun Manchester United hafi verið röng
Hide picture