Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur ákveðið að Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Stjörnunnar, skuli sæta tveggja leikja banni fyrir afar ljóta tæklingu sína í leik gegn KR á sunnudag.
Liðin mættust í Lengjubikarnum og fór Samúel Kári í glórulausa tæklingu á Gabríel Hrannari Eyjólfsssyni, leikmanni KR, í leiknum, sem Vesturbæingar unnu 1-3.
Dómari leiksins lyfti strax upp rauða spjaldinu og þar með ljóst að Samúel Kári væri á leið í eins leiks bann. Aganefndin bætir hins vegar einum leik við hið hefðbundna bann.
Bannið gildir þó aðeins í Lengjubikarnum og tekur Samúel Kári það því út á næsta ári. Honum er frjálst að spila fyrsta leik Stjörnunnar í Bestu deildinni, gegn FH þann 7. apríl.
Meira
Samúel Kári opnar sig um atvikið í gær – Hringdi tvö símtöl í Vesturbæinn