U17 lið kvenna tapaði 1-0 gegn Spáni í öðrum leik liðsins í seinni umferð undankeppni EM 2025 sem fram fór á Pinatar á Spáni.
Ísland tapaði einnig fyrsta leik sínum í seinni umferðinni gegn Belgíu. Belgar og Úkraína mætast einnig í riðlinum síðar í dag.
Ísland mætir Úkraínu föstudaginn 14. mars klukkan 14:00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á síðu KSÍ hjá Sjónvarpi Símans.