Það var einhver hiti á æfingu Liverpool í gær þegar Mo Salah og Trent Alexander-Arnold áttu í orðaskiptum. Liverpool mætir PSG í Meistaradeildinni í kvöld.
Leikurinn í kvöld verður áhugaverður en Liverpool leiðir einvígið 1-0 eftir fyrri leik liðanna.
Á æfingu í gær ákvað Salah að ýta í Trent og var brosandi allan tímann, Trent var hins vegar eitthvað minna skemmt.
Samherjar þeirra stigu á milli og pössuðu að ekki myndi sjóða upp úr á milli þeirra.
Atvikið er áhugavert og má sjá hér að neðan.