Skoska knattspyrnufélagið Clyde FC segir í yfirlýsingu að það hafi hafið rannsókn vegna endurbirtingar á opinberum aðgangi þess á samfélagsmiðlinum X.
Clyde, sem leikur í skosku D-deildinni, endurbirti mynd frá klámstjörnunni Sophie Rain. „Viljiði mig eða PlayStation 5?“ skrifaði hún við myndina.
Þeir sem sjá um samfélagsmiðla Clyde áttuðu sig fljótt á mistökum sínum og var færslunni eytt. Hún var þó nógu lengi uppi til að margir tækju eftir henni.
„Það þarf vart að taka það fram að þetta efni samræmist ekki gildum félagsins. Við höfum hafið rannsókn á hvernig þetta gat átt sér stað,“ segir meðal annars í yfirlýsingu félagsins.
Sophie sló á létta strengi í svari við yfirlýsingu Clyde. „Svo þið hafið þá valið PlayStation,“ skrifaði hún.