Marc-André ter Stegen markvörður Barcelona og eiginkona hans Daniela Jehle eru að ganga í gegnum skilnað eftir átta ára hjónaband.
Í spænskum miðlum hefur því verið haldið fram að Daniela hafi haldið framhjá þýska markverðinum.
Þetta segir Ter Stegen sé af og frá. „Ég er í áfalli og svekktur með það að blaðamenn Catalunya Radio & 3Cat Group fari fram með slíkar lygar,“ segir Ter Stegen.
„Blaðamennirnir Juliana Canet, Roger Carandell og Marta Montaner eru lygarar sem fara fram með falsfréttir. Þau sverta mannorð Daniela.“
Ter Stegen segir af og frá að Daniela hafi haldið framhjá sér.
„Það var ekkert framhjáhald, engin þriðja persóna. Það er staðreynd, við höfum ákveðið að fara í sitthvora áttina á góðum og traustum nótum.“
„Það er ótrúlegt að fjölmiðill í eigu ríkisins fari fram með svona fréttir þar sem Daniela hefur orðið fyrir persónulegum árásum.“
„Skaðinn er skeður, þakka ykkur fyrir.“
Dear all,
I am shocked and disappointed of the poor management and lack of Leadership and Control at Catalunya Radio & 3Cat Group – distributing false news and violating personal rights.
Journalists Juliana Canet, Roger Carandell and Marta Montaner are liars that have…
— Marc ter Stegen (@mterstegen1) March 10, 2025