Hjónaband Kyle Walker og Annie Kilner er á forsíðum enskra blaða nánast á hverjum degi. Vandræði hafa verið í gangi þar síðustu mánuði.
Walker yfirgaf Manchester City í janúar og gekk í raðir AC Milan á Ítalíu.
Hann er þó duglegur að nýta frídagana sína til að skella sér heim til Englands og heimsækja eiginkonuna og fjögur börn þeirra.
Walker sást í síðasta mánuði yfirgefa næturklúbb í Mílan með tveimur konum, þetta virðist ekki hafa ollið neinu fjarðarfoki heima fyrir.
Kilner sat í aftursætinu á bifreið þeirra hjóna þegar Walker keyrði um götur Manchester í gær. Virðast þau reyna að bjarga hjónabandinu.
Walker hefur í tvígang barnað konu á meðan hjónaband hans við Kilner hefur verið í gangi. Var honum sparkað út af heimilinu í fyrra þegar kom í ljós að hann ætti tvö börn með Lauryn Goodman.
Þau hafa reynt að bjarga sambandinu og þrátt fyrir gleðskapinn á Ítalíu um daginn heldur Kilner enn í vonina að hjónabandið lifi það af.