Manchester City hefur opnað samtalið við umboðsmann Florian Wirtz um kaup á þýska landsliðsmanninum í sumar.
Wirtz er 21 árs gamall og er búist við því að hann yfirgefi Bayer Leverkusen í sumar.
Mundo Deportivo á Spáni segir að bæði Real Madrid og FC Bayern séu einnig með í samtalinu.
Wirtz hefur verið magnaður síðustu tvö tímabil með Leverkusen en er meiddur þessa stundina og verður frá næstu vikurnar.
City horfir til Wirtz til að fylla skarð Kevin de Bruyne sem er líklega á förum frá City.