Chelsea ætlar sér að halda áfram að versla unga og efnilega leikmenn í sumar og er Jobe Bellingham nú nefndur til sögunnar.
Jobe er 19 ára gamall leikmaður Sunderland sem hefur undanfarið vakið athygli fyrir vaska framgöngu sína.
Jobe er yngri bróðir Jude Bellingham sem er lykilmaður í liði Real Madrid.
Fleiri lið hafa horft til Jobe en Chelsea horfir til hans og Kobbie Mainoo til að styrkja miðsvæði sitt í sumar.
Báðir eru 19 ára gamlir enskir miðjumenn en búist er við að Jobe fari frá Sunderland í sumar.