Manchester United hefur staðfest að félagið muni í sumar fara til Bandaríkjanna í æfingaferð eins og undanfarin ár.
United mun vera í Chicago og mæta Bournemouth þar í æfingaleik 30 júlí.
Liðið mun einnig mæta West Ham í New Jersey og svo spila leik við Everton í Atlanta áður en liðið heldur heim á leið.
Þetta er þriðja árið í röð sem United fer til Bandaríkjanna og spilar þar æfingaleiki til að undirbúa sig.
Svona ferð gefur félaginu tekjur en Sir Jim Ratcliffe nýr stjórnandi United spáir mikið í tekjum og útgjöldum þessa dagana.