Dean Huijsen hjá Bournemouth er að verða einn eftirsóttasti ungi leikmaður heims.
Hinn 19 ára gamli Huijsen hefur heillað í liði Bournemouth sem hefur komið öllum á óvart á leiktíðinni og er í Meistaradeildarbaráttu í ensku úrvalsdeildinni.
Undanfarna daga hefur mikið verið talað um áhuga Real Madrid og fylgist Tottenham einnig með gangi mála. Nú er hann orðaður við Bayern Munchen einnig í þýskum miðlum.
Huijsen gekk aðeins í raðir Bournemouth síðasta sumar en hann hefur úr mögum liðum að velja í sumar að því er virðist, ef Bournemouth samþykkir tilboð í hann.
Huijsen er fæddur í Hollandi en spilar fyrir U-21 árs landslið Spánar.