Jorge Mendes, umboðsmaður Rafael Leao, er að reyna að koma honum burt frá AC Milan samkvæmt ítalska miðlinum Calciomercato.
Portúgalski kantmaðurinn hefur verið eftirsóttur á meðal annarra stórliða, þar á meðal Barcelona og Chelsea undanfarið.
Leao er 25 ára gamall og með betri mönnum Milan, sem hefur verið í vandræðum á leiktíðinni. Sjálfur er kappinn kominn með 10 mörk og 9 stoðsendingar í öllum keppnum á leiktíðinni.
Mendes vill koma Leao burt og verður spennandi að sjá hvaða félag hreppir hann.