Það var lítið um að vera í leiknum, sem KR vann 1-3, þegar Gabríel Hrannar Eyjólfsson í liði KR tók við boltanum úti við hliðarlínu en þá mætti Samúel Kári og þrumaði hann niður. Dómari leiksins, Elías Ingi Árnason, reif strax upp rauða spjaldið.
Þekkt andlit í íslenska fótboltanum hafa tjáð sig um tæklinguna ljótu.
„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum í Stjarnan vs KR,“ skrifaði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, til að mynda.
„Svakaleg,“ skrifaði Samúel Samúelsson, formaður knattspyrnudeildar Vestra, undir færsu Sævars.
Fótboltaskrípentinn Orri Rafn Sigurðarson var þá á meðal þeirra sem lögðu orð í belg og undir hans færslu skrifaði Gary Martin, sem hefur spilað fyrir fjölda liða hér á landi, þar með talið KR.
„Hvaða þvælu tækling er þetta? Þetta er nokkra leikja bann og sekt hreinlega. Ógeðslegt að sjá þetta. Pre season leikur í þokkabót og ekkert í gangi. Sá missir hausinn,“ skrifaði Orri.
„Vandræðalegt og aumkunarvert,“ skrifaði Gary.
Mun fleiri hafa tjáð sig um málið eins og gefur að skilja. Er því til að mynda velt upp hvort Samúel Kári fái langt bann fyrir brot sitt.
Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum í Stjarnan vs KR
— saevar petursson (@saevarp) March 9, 2025
Embarrassing 🙈 pathetic and cowardly tackle
— Gary martin (@gazbov10) March 9, 2025
Viðbjóðsleg tækling hjá Samúel Kára.
Tækling sem á skilið a.m.k. 5 leikja bann.Verð fyrir vonbrigðum ef KSÍ leyfa honum að spila í fyrstu umferð Bestu deildar.
Það þarf að vernda leikmenn akkurat fyrir svona tæklingum!
— Hermann Helgi Rúnarsson (@Hermannhelgi) March 9, 2025