Rory Jennings íþróttafréttamaður á Talksport segir að það sé á hreinu að Rasmus Hojlund sé slakasti leikmaður í sögu Manchester United.
Þessi 22 ára gamli danski framherjinn hefur fengið mikla gagnrýni síðustu vikur.
Hojlund hefur ekki getað skorað síðustu mánuði en hann hefur skorað sjö mörk í 37 leikjum á þessu tímabili.
„Rasmus Hojlund er lélegasti leikmaður sem hefur spilað fyrir Manchester United og það í allri sögunni,“ segir Jennings.
„Ég finn til með honum að vera í þessum aðstæðum, hann væri í vandræðum með að fá leiki hjá QPR.“
Hojlund er á sínu öðru tímabili hjá United og hefur sýnt ágætis spretti en virðist þessa dagana ekki vera með neitt sjálfstraust fyrir framan markið.