Jadon Sancho kantmaður Chelsea elskar lífið hjá félaginu en hann er á sínu fyrsta tímabili í London. Hann er á láni frá Manchester United.
Chelsea mun í sumar festa kaup á Sancho fyrir 25 milljónir punda.
Þessi enski landsliðsmaður hefur átt ágæta spretti hjá Chelsea en hefur vantað allan stöðugleika.
„Ég er virkilega sáttur hérna, ég elska að spila fótbotla fyrir Chelsea,“ sagði Sancho um lífið í London.
Hann segir Enzo Maresca stjóra liðsins hafa tekist að þjappa hópnum saman.
„Maresca lætur okkur líða eins og við séum heima hjá okkur, það er ekki oft sem leikmenn segja þetta. Við erum ein stór fjölskylda.“
„Þetta er góður hópur og hver einasti dagur er skemmtilegur.“