Varnarveggur Arsenal stóð of aftarlega í marki Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, í gær.
Liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni og lauk honum með 1-1 jafntefli. Fernandes skoraði mark United sem fyrr segir en Declan Rice fyrir Arsenal.
Mark Portúgalans kom beint úr aukaspyrnu en margir settu spurningamerki við staðsetningu á varnarvegg Arsenal í spyrnunni.
Það hefur komið í ljós að hann stóð um 10,4 metrum frá boltanum en ekki um 9,1 eins og löglegt er.
Stuðningsmenn Arsenal hafa margir hverjir lýst yfir reiði sinni vegna málsins en aðrir gagnrýna David Raya fyrir staðsetningu sína í marki Skyttanna.