Eins og fjallað var um út um allt um helgina féll Carles Minarro Garcia, læknir Barcelona, frá fyrir leik liðsins sem átti að fara fram gegn Osasuna á laugardag. Hann var aðeins 53 ára gamall.
Leiknum var frestað með litlum fyrirvara og voru leikmenn til að mynda mættir á leikvanginn, sem og flestir stuðningsmenn, þegar ákvörðunin var tekin.
Síðan hafa spænskir miðlar fjallað mikið um málið. Hefur það komið fram að Garcia eyddi öllum deginum fram að leik með liðinu. Snæddi hann til að mynda með liðinu aðeins nokkrum klukkustundum fyrir leik.
Garcia lést svo í svefni seinni partinn vegna hjartaáfalls. Leikmenn, sem og aðrir, voru í algjöru áfalli við að fá tíðindin.
Dr. Carles Miñaro was present with the squad in preparation for the match against Osasuna yesterday. 😔 pic.twitter.com/xSCGZevcfa
— Barça Universal (@BarcaUniversal) March 9, 2025