Newcastle vann nauman en góðan sigur á West Ham á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, leikið var í Lundúnum.
Leikurinn var jafn og nokkuð lokaður en Bruno Guimares skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik.
Harvey Barnes átti þá góða fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Bruno var mættur til að stýra knettinum í netið.
Newcastle fór með sigrinum í 47 stig og jafnar þar með Manchester City af stigum, liðin eru í baráttu um Meistaradeildarsæti.
Newcastle fer næst á Wembley en liðið mætir Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins á sunnudag.