fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
433Sport

Líklegt að Arnar kalli „gamla bandið“ saman

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. mars 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands mun á miðvikudag kynna nýjan landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni. Þetta verður fyrsti hópur Arnars.

Landsliðið er á leið í tvo leiki gegn Kósóvó i umspili Þjóðadeildarinnar, vinni liðið einvígið mun það halda áfram í B-deildinni en tap þá fellur liðið í C-deildina.

Athyglisvert verður að sjá hvaða lið Arnar fer í vali sínu en yfirgnæfandi líkur eru á því að hann kalli „gamla bandið“ saman á nýjan leik.

Allar líkur eru á því að Aron Einar Gunnarsson leikmaður Al-Gharaffa í Katar verði í hópnum en hann hefur verið heill heilsu síðustu mánuði.

Mynd/KSÍ

Gylfi Þór Sigurðsson er einnig líklegur til þess að vera í hópnum en hann er nú í æfingaferð með Víkingi eftir félagaskipti sín á dögunum.

Öruggt er að Jóhann Berg Guðmundsson verði í hópnum en hann hefur spilað flesta leiki Al-Orobah í Sádí Arabíu á þessu tímabili. Eiga þessir þrír stóran þátt í góðum árangri Íslands frá 2013 til 2020.

Arnór Ingvi Traustason er hluti af gamla bandinu og ætti að vera í hópnum, sömu sögu má segja um Sverrir Inga Ingason varnarmann sem verður í hópnum.

Það kæmi svo ekki á óvart að Ingvar Jónsson markvörður Víkings kæmi inn í hópinn, Patrik Sigurður Gunnarsson hefur ekki spilað síðustu vikur í Belgíu.

Birkir Bjarnason sem er leikjaæsti leikmaður í sögu Íslands spilar gæti komið til greina, hann hefur spilað 20 leiki með Brescia í Seriu B á þessu tímabili en 16 sinnum komið inn af bekknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Troels skrifar um Orra Stein í athyglisverðri grein – Gagnrýnir það hvernig Danirnir brugðust við

Troels skrifar um Orra Stein í athyglisverðri grein – Gagnrýnir það hvernig Danirnir brugðust við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool sagt ætla að nýta sér áhuga Real Madrid – Hafa áhuga á leikmanni liðsins

Liverpool sagt ætla að nýta sér áhuga Real Madrid – Hafa áhuga á leikmanni liðsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ boðar til fundar – Spenna fyrir vali Arnars

KSÍ boðar til fundar – Spenna fyrir vali Arnars
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrósar Liverpool en gefst ekki upp á titlinum

Hrósar Liverpool en gefst ekki upp á titlinum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta er hið „viðbjóðslega“ atvik í Garðabænum sem fólk er brjálað yfir – „Vandræðalegt og aumkunarvert“

Þetta er hið „viðbjóðslega“ atvik í Garðabænum sem fólk er brjálað yfir – „Vandræðalegt og aumkunarvert“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefna ekki að því að vinna deildina fyrir 2028

Stefna ekki að því að vinna deildina fyrir 2028
433Sport
Í gær

Mitrovic fluttur á sjúkrahús vegna hjartavandamála

Mitrovic fluttur á sjúkrahús vegna hjartavandamála
433Sport
Í gær

Velur Sanchez frekar en Ronaldo

Velur Sanchez frekar en Ronaldo