Ronald Koeman þjálfari Hollands sendir sneið á Joshua Zirkzee framherja Manchester United. Hann segist vera þunnskipaður í fremstu víglínu en að Zirkzee sé ekki nógu góður.
Zirkzee er á sínu fyrsta tímabili hjá Manchester United en hefur ekki náð að finna taktinn á Englandi.
Erik ten Hag keypti Zirkzee síðasta sumar en var síðan rekinn og Zirkzee ekki náð að finna sig.
„Hann var aldrei á blaði núna, hann er ekki nógu góður þessa stundina,“ sagði Koeman.
Þjálfarinn segist vona að Zirkzee geti bætt sig og þá gæti hann fengið tækifæri aftur í hollenska landsliðinu.
„Hann er í vandræðum með að finna samherja oft á tíðum. Við erum með marga miðjumenn og varnarmenn, við erum þunnskipaðir í fremstu línu.“
„Þú verður samt að eiga skilið að vera í hópnum og Zirkzee á það ekki skilið núna, hann gæti komið aftur inn síðar.“