Ríkharð Óskar Guðnason íþróttalýsandi á Sýn og stjórnandi Brenslunnar á FM957 segist hafa fengið kvíðakast á föstudag yfir grein sem birtist hér á DV.
Ríkharð greindi frá því að hann væri að hætta sem dagskrárstjóri á FM957 og væri að færa sig meira yfir í enska boltann.
Sýn tekur við enska boltanum næsta haust og mun Rikki vera í lykilhlutverki hjá Sýn að lýsa leikjum þar.
Fyrirsögn okkar um málið var svona – Draumur Ríkharðs rættist 2014 – Skilar nú lyklunum í nýjar hendur og tekur yfir enska boltann.
Ríkharð fékk kvíðakast yfir því og var fyrirsögnin breyt í kjölfarið en vinir hans í FM9Blö fóru að stríða Rikka yfir því að hann væri að taka yfir enska boltann.
„Það var helvíti skemmtileg grein, þeir eru skemmtilegir þarna á DV. Ég fékk kvíðakast í ræktinni þegar ég sá þetta,“ sagði Rikki G í FM9Blö á föstudag.
„Ég er að fara fokking lýsa þessum leikjum, ég fékk tvenn skilaboð og fékk kvíðakast.“