Ruben Amorim, stjóri Manchester United, hrósaði Ayden Heaven, ungum leikmanni liðsins, í hástert eftir jafntefli gegn Arsenal í gær.
Þessi 18 ára gamli miðvörður gekk einmitt í raðir United frá Arsenal í vetur og hefur verið að stíga sín fyrstu skref með liðinu.
Heaven lék seinni hálfleik í gær vegna meiðsla Leny Yoro og komst vel frá verkefninu gegn sínum fyrrum félögum, en leiknum lauk 1-1.
„Hann er svo rólegur og yfirvegaður. Hann finnur ekki fyrir pressunni,“ sagði Amorim, spurður út í Heaven eftir leik.
„Ég tel að hér höfum við fundið alvöru leikmann,“ sagði hann enn fremur.