Manchester United er sagt á eftir Hayden Hackney, miðjumanni Middlesbrough, í enskum miðlum í dag.
Um er að ræða 22 ára gamlan leikmann sem er lykilmaður hjá Boro og hefur heillað á þessari leiktíð.
Hackney á tvö ár eftir af samningi sínum við Boro en talið er að félagið sé til í að selja hann fyrir rétt verð, sérstaklega ef liðið fer ekki upp í ensku úrvalsdeildina á leiktíðinni.
Sem stendur er ekki útlit fyrir að það takist, en Boro er í 9. sæti B-deildarinnar, 5 stigum frá umspilssæti.