Eins undarlega og það kann að hljóma þá er sóknarmaðurinn Vitor Roque mættur aftur til Brasilíu aðeins 20 ára gamall.
Roque fagnaði 20 ára afmæli sínu í gær en hann er mjög efnilegur og á að baki landsleik fyrir Brasilíu.
Barcelona bundi miklar vonir við leikmanninn í fyrra en hann kom í janúar frá Athletico Paranaense og spilaði svo 14 leiki og skoraði tvö mörk fyrir spænska stórliðið.
Barcelona var óánægt með frammistöðu leikmannsins sem var svo lánaður til Betis þar sem hann náði ekki að heilla marga með fjórum mörkum í 22 deildarleikjum.
Nú er Roque mættur aftur til Brasilíu aðeins tvítugur en Palmeiras keypti framherjann á um 30 milljónir evra frá Barcelona.
Þrátt fyrir ungan aldur á Roque að baki 146 leiki í meistaraflokki og hefur í þeim skorað 43 mörk.