Manchester City tryggði sér sæti í næstu umferð enska bikarsins í kvöld í lokaleik dagsins í þessum ágæta bikar.
City var ekki með sitt sterkasta lið í þessum leik en nokkrar stjörnur fengu þó að spila gegn Championship liðinu.
Guðlaugur Victor Pálsson er leikmaður Plymouth en hann kom ekkert við sögu í 3-1 tapi í kvöld.
Miðjumaðurinn ungi Nico O’Reilly spilaði í bakverði í þessum leik og var hann maðurinn til að tryggja City sigurinn.
O’Reilly skoraði tvö mörk fyrir City í sigrinum i en hann hefur aðeins komið við sögu í tveimur deildarleikjum á þessu tímabili.
Kevin de Bruyne sá um að innsigla sigurinn undir lok leiks og fara núverandi Englandsmeistararnir nokkuð þægilega áfram í næstu umferðina.