Crystal Palace er komið í næstu umferð enska bikarsins eftir leik við Millwall sem fór fram í dag.
Millwall þurfti að spila manni færri alveg frá 8. mínútu en Liam Roberts fékk þá rautt spjald í markinu.
Lukas Jensen, fyrrum markvörður Kórdrengja, kom inná í hans stað en Jensen er aðalmarkvörður liðsins í dag.
Það má svo sannarlega segja að rauða spjald Roberts hafi verið verðskuldað en Jean-Philippe Mateta, leikmaður Palace, fékk að finna fyrir tökkum markmannsins í andlitið.
Mateta var fluttur á sjúkrahús eftir atvikið en útlit er fyrir að hann muni ná sér mjög fljótlega.
Myndband af þessu má sjá hér.
This ‘tackle’ on Mateta. Jesus Christ 😳
— Out of Context Football Manager (@nocontextfm1) March 1, 2025